Garmin GPS og önnur staðsetningartæki
Í þessum dálki verður tekið fyrir staðsetningartæki frá Garmin, ástæðan er einfaldlega sú að meirihluti allra notenda hefur tæki frá þeim, á þetta jafn við leiðsögumenn, björgunarsveitarfólk og aðra sem vinna með staðsetningartæki.
Staðsetningarkerfi
Algengustu staðsetningarkerfi sem eru í noktun í dag á Íslandi eru þrjú, GPS sem Bandaríkin eiga, Gallileo sem Evrópursambandið á og GLONASS sem Rússland á.
Flest handtæki sem framleidd hafa verið á síðustu árum styðja öll þrjú kerfi og sum styðja einnig hið Kínverska BeiDou kerfi.
Almenn gildir sú regla að því fleiri gervitunglum sem hægt er að tengjast því nákvæmari verður staðsetningin, að lágmarki þarf að tengjast fjórum gervitunglum til að hægt sé að miða út staðsetningu.
GPS
Mest notaða staðsetningarkerfi í heiminum sem dekkur mestan hluta jarðar
24+ Gervitungl
Glonass
Virkar vel norður fyrir miðbaug
24+ Gervitungl
Galileo
Mikil nákvæmni en hefur ekki stórt net enn sem komið er
Virkar vel á norðurhveli jarðar
24+ Gervitungl
Önnur kerfi
BeiDou (BDS) - 35 Gervitungl
IRNSS/NavIC - 7 Gervitungl, þekur aðeins Indland og nærliggjandi svæði
QZSS - 7 Gervitungl, þekur austur-asíu og nærliggjandi svæði
Í hverju tungli er atómklukka sem er samsitllt öðrum tunglum
Gervitunglin senda frá sér radíómerki með upplýsingum (Hvenær lagði merkið af stað)
Tækið mælir mismuninn á milli tíma merkjanna
Við vitum hvað merkið ferðast hratt og því hægt að umreikna í vegalengd
Staðsetningartækið fylgjist með breytingum á merkjum og þar með okkar hreyfingu
Samband við fleiri gervitungl og önnur kerfi eykur nákvæmni
Staðsetningarkerfi í símum
Símar eru ekki frábrugðir
Hnattstöðuviðmið (Map Datum) kallast sú kortavörpun sem gerð er til að sýna jörðina á landakorti.
Hnattstöðuviðmið landakorta er mismunandi og til að fá rétta staðsetningu þarf að stilla tækið í samræmi við hnattstöðuviðmið korts.
Flest landakort af Íslandi notast við hnattstöðuviðmið sem kallast WGS 84 en eldri kort miða gjarnan við HJÖRSEY1955.
Skekkja getur verið allt að 200m ef við erum ekki með tækin og kortin stillt eins.
í stillingum á tækinu og undir "Map Datum" veljum við WGS84
Aðrar stillingar eftir því hvaða kort er verið að vinna með á íslandi (Stendur á kortinu)
Hjörsey55
Ísnet93
Uppgefin hnit og staðsetningarsnið (Position format)
Á Íslandi er unnnið með bauganetið á landakortum en auk þess vinna flest fyrirtæki og viðbragðsaðilar (112, Landsbjörg, Landhelgisgæslan) með staðsetningarsnið sem kallast Gráður (HDDD), mínútur(MM) og mínútubrot(MMM).
Þetta er hægt að stilla í staðsetningartækjum: HDDD°MM,MMM
Mikilvægt er að stilla tækið í samræmi við staðsetningarsniðið sem notað er á kortinu. Til dæmis ef unnið er með UTM kort þá þarf fyrst að stilla tækið á UTM þegar hnitin eru sett inn en síðan er hægt að breyta yfir í gráður og mínútur (HDDD°MM,MMM) ef maður vill vinna með það frekar.
Stillingar sem við viljum hafa á skjánum
Mikilvægt er að vera búinn að stilla inn á tækið hvaða efnisþætti það sýnir áður en við leggjum af stað. Með tímanum lærum við svo hvað skiptir okkur máli og hvað ekki en það getur einnig verið breytilegt eftir því hvað við erum að gera hverju sinni.
Hér er dæmi um grunnstillingar sem getur verið fínt að hafa til viðmiðunar.
Gráður (Degree) - Fáum upp gráðutölur (t.d 175°) sem við getum notað til að sýna okkur þá göngustefnu sem við ætum að ganga í miðað við fyrirfram ákveðinn stað (Waypoint).
Viljum hafa þetta í tölulegu formi (Numeric degree).
Stefna (Bearing) - Tækið sýnir okkur hver stefnan er sem við þurfum að taka til að komast í næsta punkt, viljum sjá það í gráðum.
Göngustefna (Heading) - Sýnir okkur þá stefnu sem við erum raunverulega að ferðast í, krefst þess að við séum á ferðinni til að sé marktækt. Þarf að taka með fyrirvara það sem ónákvæmi getur verið talsverð.
Þessi fídus fúnkerar best ef maður er að skíða eða keyra en þjónar ekki sama tilgangi þegar gengið er en þá er áttavitinn yfirleitt betri kostur.
Vegalengd í næsta punkt (Dist to Next) - Sýnir okkur hversu langt er í næsta kort að því gefnu að við höfum sett punkta inn í tækið áður.
Hraði (Speed) - Sýnir okkur hver gönguhraðinn okkar er í rauntíma eða yfir ákveðið tímabil. Getur verið gagnlegt til að fá tilfiningu um hvernig okkur miðar áfram og hvort við séum á áætlun. Algengt er að velja að fá þetta gefið upp í km/klst.
Lóðréttur hraði (Vertical speed) - Er gagnlegt þegar við erum í fjallamennsku eða klifri, sýnir okkur hversu marga hæðametra við erum að fara. Algeng stilling er m/m (Metrar á mínutu)
NorthUp - Þæginlegt getur verið að hafa kortið still á NorthUp en þá er það fast í tækinu og snýr alltaf í sömu stefnu og tækið óháð því í hvaða átt maður snýr því. Með þessu móti sér maður á auðveldan hátt í hvaða átt maður færist. Sumum finnst þæginlegt að nota TrackUp en þá er kortið fljótandi í tækinu og snýst miðað við þá stefnu sem maður beinir tækinu í.
Réttvísandi eða misvísandi stefna - Mikilvægt er að vera meðvitaður um hvort tækið sé að sýna réttvísandi eða misvísandi stefnu. Ef tækið er að sýna réttvísandi stefnu (sama og kortið) er mikilvægt að tryggja að það sé uppfært. Ef tækið er stillt á að sýna réttvísandi stefnu þurfum við að bæta misvísuninni við þegar við notum áttavitann.
Staðsetningarsnið - Ef við erum að nota kort til rötunar samhliða GPS tækinu er mikilvægt að staðsetningarsnið GPS tækisins sé það sama og á kortinu t.d HDD°MM,MMM eða UTM eftir því sem við á
Stillingar ferilvistunar (TRACK)
Mæliaðferð tækis - Flest tæki í dag geta gert feril með því að blanda saman vegalengd og tíma. Sem dæmi að þá er hægt að stilla tækið á að gera ferilpunkta með 50m millibili. Einnig er hægt að stilla tækið til að gera ferilpunkta á x tíma fresti t.d hverjar 10min. Tæki sem hafa auto stillingu blanda þessum tveimur aðferðum saman og tekur þá færri punkta þegar viðkomandi er kyrr sem getur sparar rafmagn/geymslusvæði. Hægt er í nýrri tækjum að vista mæliaðferðir undir prófíl t.d hlaup / fjallganga / Gönguskíði.
Viðmiðunarregla getur verið að hafa færri feilpunkta þegar gengið er í einsleitu landslagi t.d eins og á gönguskíðum en fleiri þegar gengið er í flóknu fjallalandslagi þar sem fleiri breytur eru í landslaginu.
Tími (Time) er oft notað þegar ferðast er hratt yfir landslag t.d á farartæki
Göngupunktur - Gott er að gera göngupunkta við kennileiti og staði sem skipta máli. Þetta getur verið til dæmis upphafspunktur, vað, stefnubreyting, gljúfur, hættulegt umhverfi(snjóflóðabrekka). Mikilvægt er að hafa þessa göngupunkta lýsandi í tækinu svo auðvelt sé að leita eftir þeim og minna mann á hver tilgangurinn með honum var.
Skekkja getur verið allt að 5m og því getur í sumum tilvikum skipt máli hvar punkturinn er tekinn. Dæmi er Grímsvatnarskáli þar sem við myndum vilja taka punktinn við hurðina á skálanum en ekki brúnbarminn.
Þegar velja á staðsetningartæki til að taka með í ferðalagið eða verkefnið sem þarf að sinna er hægt að spyrja sig nokkura spurninga
Hvert er farið?
Hversu langt er ferðalagið?
Eru einhverjir óvissuþættir eins og með veðrið eða tímalengd verkefnis?
Út á hvað snýst verkefni?
Hver er mismunurinn á hvernig símar staðsetja sig og Garmin GPS tæki?
Stundum hefur legið misskilingur fyrir að Garmin staðsetningartæki séu nákvæmari og betri til að staðsetja en snjallsímar með tengingu við gervihnetti. Þetta er að mestu leiti rangt og í grófum dráttum er nákvæmnin í símtækjum vel innan allra skekkjumarka sem skipta máli þegar verið er að nota tækin til rötunar.
Flestir símar í dag styðjast eingöngu við GPS gervihnetti en nýrri símar í dag eru einnig farnir að styðjast við Gallilego og Glonass gervihnetti.
GPS-A (Assisted Global positioning system): Síminn notar farsímanetið til að flýta fyrir að fá nákvæma staðsetningu, yfirleitt ekki jafn nákvæmt og að nota GPS. Stundum er hægt að stilla símana að nota bæði GPS-A og GPS á saman tíma.
Tækið mitt
Eitt mikilvægasta atriðið í rötun er að þekkja á sinn búnað en besta leiðin til þess er að nota hann og vera óhræddur um að breyta og fikta í búnaðinum. Með reynslunni skapast færni og með aukinni þekkingu öðlumst við svo hæfni til að taka rökréttar ákvarðanir í flóknum aðstæðum.