Snjalltæki til rötunar
Mikil þróun hefur orðið í notkunareiginleigum snjalltækja á síðasta áratug. Framleiðendur keppast um að þróa nýjan hugbúnað sem er nákvæmari, býður upp á fleiri notkunarmögulega og er jafnframt þæginlegri í notkun en hefðbundin staðsetningartæki
Í þessum dálki verður leitast við að nefna helsta hugbúnað sem er í notkun í dag, telja upp kosti og galla og hvernig hægt er að nota hann við rötun og kortalestur.
Hvað þarf að varast við noktun á snjalltækjum?
Þrátt fyrir að snjalltæki séu framtíðin í rötun og kortalestri þá þarf enn sem komið er að setja ákveðna varnagla á notkunina.
Snjalltæki eru rafmagnstæki sem eru almenn viðkvæm fyrir hjanski og raka.
Gaia GPS - Gaia býður upp á samþættingu milli korta í símum og í gegnum vafra. Með auðveldum hætti er hægt að skipuleggja leiðarferil sem uppfærist sjálfkrafa í símanum. Almennt þæginlegt til að skipuleggja og gera ferla sem hægt er að færa yfir í önnur kortaforrit eins og Avenza eða GPS tæki. Kortagrunnur getur náð nákvæmni upp að 1:33.000 með sum kort (14 zoom). Með áskrift er hægt að hlaða niður kort og nota þau án farsímasambands.
Avenza - Býður upp á sérkort til sölu af helstu áfangastöðum á Íslandi, hægt að hlaða niður kortum í 1:25.000 upplausn sem er það besta sem gerist á Íslandi, mikil nákvæmni í hæðarlínum. Sprungukort eru yfirleitt hluti af kortunum. Ókostur er fyrst og fremst lág grafík miðað við önnur kort og lítið af kennileitum skráð. http://www.iskort.is
Oruxmap - Heildstætt 1:50.000 kort af öllu íslandi með góðri grafík (sérstaklega með skugga viðbótinni). Mikið af örnefnum og auðvelt að miða út stefnu. ókosturinn er flókinn hugbúnaður sem er ekki notendavænn. https://www.gpsmap.is
Fatmap - Hefur margar sömu kortavarpanir í boði og Gaia GPS. Helsti kosturinn er þrívíddar gervihnatta módel af landsvæðinu, þæginlegt til að sjá gil eða meta halla í brekkum. Hægt að setja ferla úr Gaia eða Avenza auðveldlega inn í forritið. Samþætting milli síma og vafra. Hægt að hlaða niður kortum í símann. Helsti ókostur er lélegt notendaviðmót til rötunar.
Hleðslubankar
Hleðslubankar koma í mörgum mismunandi stærðum og gæðum en mikill munur getur verið á þeim, hleðslubanki frá einum framleiðanda getur verið gjörólíkur öðrum.
Stærð hleðslubanka er mæld í mmha og eru þeir flestir frá 4.000 - 20.000mah. Hefðbundin batteríhleðsla í símum í dag er yfirleitt á bilinu 4-6.000mah.
Hleðslubankar eru ekki alltaf nauðsinlegir í ferðalögum en skiptir þar máli að læra inn á sitt snjalltæki og hvaða leiðir hægt er að fara til að spara rafmagnið. Dæmi um aðferðir til að spara rafmagn er að breyta úr 4G tengingu í 2/3G, hafa slökkt á öllum tengimöguleikum (Bluetooth, Wifi, Internet, NFC o.sfrv). Minka birtustig á skjánum, slökkva á GPS tengingu þegar ekki er verið að nota rötunarhugbúnaðinn, hafa snjalltækið á flug stillingu (Airplane mode).
Með útsjónarsemi er hægt að nota hefðbuninn farsíma til rötunar í 5-7 daga án þess að hlaða hann t.d með því að nota hann í bland við leiðarkort og áttavita.
Punktar til að hafa til hliðsjónar varðandi auka hleðslubanka á ferðalagi
Hafa hann rúmlega fulla hleðslu miðað við stærð símans (4-6.000mah), stundum gleymist síminn með 4G eða GPS og getur þá tæmst hratt.
Sofa með hann í svefnpokanum í köldum vetrarferðum, að hlaða með köldum hleðslubanka er oft ekki jafn árangursríkt
Hafa viðmið um að ná aðeins 90-95% hleðslu á símann, það getur oft tekið auka rafmagn af hleðslubankanum að reyna að ná 100% hleðslu
Ekki skilja hleðslubankann eftir í sambandi við símann þegar farið er að sofa, ekki allir hleðslubankar slökkva sjálfkrafa á sér og eru þá stöðugt að reyna að hlaða, tæmast hratt.
Taka stefnu til að ganga eftir - Myndband
Setja inn stillingar - Myndband
Útbúa feril - Myndband
Ýmislegt - Myndbönd
FatMap - Myndband
Ábendingar
Ef það eru ábendingar um hugbúnað sem hægt er að bæta við á síðuna sem nýst getur almenningi þá má senda höfundum tölvupóst.