Baugnetið er notað til að finna staðsetningu og stefnu. Notast er við breiddar- og lengdarbauga, þar sem breiddarbaugar (e. Latitude) eru samsíða miðbaug og lengdarbaugar (e. Longitude) liggja milli heimskautanna. Hver breiddar- og lengdarbaugur hefur gráðu og liggur upphafs lengdargráðan 0° (Núllbaugur) í gegnum Greenwich á Englandi. Lengdargráða lýsir staðsetningu á jörðinni vestan- eða austanmegin við núllbaug. Breiddargráða lýsir staðsetningu á jörðinni sunnan- eða norðanmegin við Miðbaug (Wikiwand, e.d.).
Lengdargráður (e. Meridians)
1 gráða á lengd = 111 km við miðbaug og 0 við pólanna.
Breiddargráða (e. Parallels)
1 breiddargráða = 111 km alltaf
Eftir því sem farið er norðar / sunnar þá minnkar bilið milli lengdarbauga, en breikkar milli breiddarbauga.
Til að ákvarða staðsetningu í breidd og lengd af meiri nákvæmni er hverri gráðu skipt í 60 mínútur og hverri mínútu í 60 sekúndur. Hin hefðbundni framsetningarmáti er því, gráður° , mínútur´og sekúndur‘‘ (Jón Gauti Jónsson, 2013).
Til eru margar framsetningar á staðsetningu:
Sekúndur - hddd°mm´ss´´ - (gráður, mínútur og sekúndur)
Notað á sjó
Mínútubrot - hddd°mm,mmm´ - (gráður, mínútur og mínútubrot (1/1000 úr mín))
Þægilegast að nota með pappakorti
Viðbragðsaðilar notast við Mínútubrot
Gráðubrot - hddd.ddddd° - (gráður (1/100.000 úr gráðu)
Mörg staðsetningar- og neyðartæki hafa þessa sem upphafsstillingu
UTM
o.fl...
Sama hvað þú velur. Passaðu að ALLIR skilji hvaða framsetningu á hnitum þú ert að nota. "Hópurinn enn týndur" Mbl.is
Dæmi:
hddd° mm.mmm´
N 64°20.555´
V 15°00.500‘
eða
hddd° mm´ss.s“
N 64°20´55.5“
V 15°00´50.0“
Munurinn á milli þessara tveggja punkta er um 720 metrar.
hddd°mm´ss.s´´
gráður, mínútur og sekúndubrot (1/10 úr sekúndu)
Með einföldum útreikningi og reglustriku er hægt að finna brot hvers punkts. Fyrst mælum við fjarlægð punktsins til baka í næstu mínútulínu. Svo lengdina milli mínútna. Lægri tölunni deilum við svo í þá hærri, þá fæst brot upp á 1.000 hluta. Gott er að skrifa tölurnar fyrirfram á kortið því þetta getur verið erfiður hugareikningur. hddd°mm.mmm´
Við getum þéttstrikað lítið afmarkað svæði á kortinu og er það svo notað til samanburðar við svæðið sem við eru á með hjálp reglustiku. Einnig er hægt að þéttstrika plastvasann sem fylgir oftast kortunum og lagt yfir svæðið sem við erum á.
Við þriðju aðferðina þarf ekki að beita útreikningum en hún þarfnast æfingar. Þá er notast við reglustrikuna til að ákvarða mínútureiti. Halla þarf reglustrikunni þannig að það myndist þægileg skipting í mínútureiti. Sem dæmi í 1:50.000 korti gott að nota 4 sm á milli lengdarbauga. Við látum þá 0 á reglustrikunni skerast í mínútustrik á kortinu og höllum svo reglustrikunni þannig að 4 sm serkast í næstu mínútu. Þá verður 1 sm 0,350 sekúndur og 2 sm verða 0,500 sekúndur o.s.frv. (Sigurður Ólafur Sigurðsson o.fl., 2009).
hddd°mm,mmm´
gráður, mínútur og mínútubrot (1/1000 úr mín)
hddd°mm,mmm´
gráður, mínútur og mínútubrot (1/1000 úr mín)
What3words - https://www.facebook.com/landmaelingar.islands/posts/10153913235839819/
Heimildir
Jón Gauti Jónsson. (2013). Fjallabókin. Handbók um fjallgöngur og ferðalög í óbyggðum Íslands. Mál og menning.
Wikiwand. (e.d.). Breiddargráða. https://www.wikiwand.com/is/Breiddargr%C3%A1%C3%B0a
Sigurður Ólafur Sigurðsson, Jón Gunnar Egilsson og Sigurður Jónsson (2009). Björgunarskóli: Ferðamennska og rötun. Björgunarmaður 1. Oddi